Hack Iceland

lýðvirkjun á öryggi Íslands_

Ísland gæti orðið leiðandi afl í netöryggi með því að beisla þekkingu samfélagsins á veikleikum tölvukerfa og miðla henni til baka út í samfélagið.

Veikleikar í íslenskum tölvukerfum uppgötvast oftast ekki fyrr en alvarlegir gagnalekar hafa átt sér stað. Hingað til hefur það verið of kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki og stofnanir að fá siðprúða hakkara til að finna slíka veikleika, auk þess sem mestum fjármunum hefur verið varið í viðbrögð við slíkum atvikum, sem og yfirborðskennd skönnunartól sem gera lítið annað en að veita falska öryggistilfinningu.

Hack Iceland er villuveiðigátt fyrir allar íslenskar stofnanir og fyrirtæki.

Á vefgátt Hack Iceland fá sjálfstæðir hakkarar og netöryggissérfræðingar tækifæri til að tilkynna veikleika í íslenskum kerfum á ábyrgan og öruggan hátt, og fá verðlaun fyrir hvern staðfestan veikleika.

Hvernig virka villuveiðigáttir?

Þjálfunarmiðstöð

Það er ekki nóg að verða betri í finna veikleika til að auka öryggi Íslands - við viljum einnig að forritararnir sjálfir geti fundið veikleika áður er viðkvæm kerfi fara í loftið. Þess vegna leggur Hack Iceland mikla áherslu að búa til þjálfunarefni úr raunverulegum veikleikum sem tilkynntir eru til að þjálfa næstu kynslóð forritara, en einnig til þess að fræða stjórnendur og almenning um hvaða hættur felast í óábyrgri hugbúnaðarþróun.

Verðlaunakerfi

Verðlaunakerfi Hack Iceland tekur mið af alvarleika þeirra veikleika sem fundnir eru, í hversu mörgum kerfum þeir finnast og hvort hægt er að komast í viðkvæm persónugögn. Þátttakendur fá einnig opinbera viðurkenningu á vefgátt Hack Iceland og geta fylgst með stöðu tilkynntra veikleika.

Veist þú af alvarlegum veikleika í íslenskum hugbúnaði?

Þar til Hack Iceland kerfið er komið í loftið er hægt að senda okkur nafnlausar ábendingar um veikleika sem við komum áleiðis til viðeigandi fyrirtækis eða stofnunar. Einfaldasta leiðin til þess er að hlaða upp skrám sem staðfesta veikleikann á Syndis Share og senda okkur póst á tilkynning@hackiceland.is.

Hack Iceland er í virkri þróun og stefnt er á opnun vefgáttar árið 2023.

Viltu leggja þitt af mörkum?

Sendu okkur línu á hi@hackiceland.is